Fréttasafn



19. nóv. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um hlutdeildarlán fyrir félagsmenn SI

Rúmlega 20 manns mættu á rafrænan fund Samtaka iðnaðarins sem haldinn var fyrir félagsmenn um hlutdeildarlán. Fundarstjóri var Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Elmar Erlendsson og Einar Georgsson, sérfræðingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, kynntu helstu atriði í reglugerð um hlutdeildarlán sem tók gildi í byrjun þessa mánaðar. Þá var sérstaklega farið yfir ferlið fyrir byggingaraðila sem óska eftir samþykki HMS á íbúðum sem uppfylla skilyrði fyrir veitingu hlutdeildarlána, hámarksstærðir og verð íbúða. 

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Á myndinni hér fyrir ofan er Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, sem var fundarstjóri.

Hlutdeildarl-6-003-Elmar Erlendsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Hlutdeildarl-2

Hlutdeildarl-3