Fréttasafn



28. jan. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Fyrirtæki landsins greiða 28 milljarða í fasteignaskatta

Í nýrri greiningu SI kemur fram að fyrirtæki landsins greiða rúmlega 28 ma.kr. í fasteignaskatta á árinu 2020 eða nær 1% af landsframleiðslu sem er hærra hlutfall en gerist í nágrannaríkjum. Skattarnir hafa hækkað um 20% að raunvirði frá árinu 2018 þegar niðursveiflan í íslensku efnahagslífi hófst. Aðeins 10 af 72 sveitarfélögum áforma að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta milli áranna 2019 og 2020 samkvæmt framlögðum gjaldskrám. Á sama tíma er mikill meirihluti skattstofnsins skattlagður með lögbundnu hámarki álagningar eða 1,65%. Munar þar mestu um Reykjavíkurborg sem hefur ekki hnikað frá lögbundnu hámarki álagningar í meira en áratug. Nú er svo komið að helmingur fasteignaskatta á fyrirtæki landsins rennur í borgarsjóð. 

Í greiningunni segir að mikilvægt sé að sveitarfélög landsins axli ábyrgð og sinni hagstjórnarhlutverki sínu með því að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki. Þannig auðvelda þau fyrirtækjum og heimilum að takast á við niðursveifluna í efnahagslífinu.

Hér er hægt að nálgast greiningu SI um fasteignaskatta á fyrirtæki.

Skattbyrdi