Fréttasafn



22. feb. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Gagnaver á Blönduósi kemur hreyfingu á atvinnulífið

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að uppbygging gagnavers á Blönduósi hafi komið hreyfingu á atvinnulífið og fasteignamarkaðinn á svæðinu en í lok maí var hafin bygging húss fyrir gagnaver Borealis Data Center, sem er aðildarfyrirtæki SI, á sérstaklega skipulögðu gagnaverssvæði í útjaðri þorpsins. Upp undir 100 starfsmenn hafa á undanförnum vikum og mánuðum unnið við byggingu húsa og uppsetningu tækja gagnaversins. Í fréttinni er rætt við Björn Brynjúlfsson, forstjóra fyrirtækisins, sem segir að allt verði komið í notkun í næsta mánuði. Gagnaverið sé sérsniðið fyrir tölvur með mikla reiknigetu og segir hann aðstæðurnar henta vel fyrir slíka starfsemi vegna veðurfars og öruggrar raforku. Þá segir hann að stærsti viðskiptavinurinn sé erlend bankastofnun sem sé með bakvinnslu sína í gagnaverinu. 

Einnig er rætt við Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra, sem segir að framkvæmdin hafi verið hvalreki fyrir verktaka á svæðinu og þetta 940 manna samfélag. Þá kemur fram að framkvæmdin hafi margfeldisáhrif út í samfélagið og dæmi tekið af því að ekki hafi verið byggt einbýlishús á Blönduósi í tíu ár, þar til í fyrra og nú hafi sveitarfélagið úthlutað lóðum fyrir 27 íbúð

Morgunblaðið, 22. febrúar 2019.