Fréttasafn



21. okt. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Gullsmiðir sýna verk í Hörpu

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, setti með formlegum hætti sýningu Félags íslenskra gullsmiða sem opnuð var um helgina í Austursal 5 í Hörpu í tilefni af 95 ára afmæli félagsins. Á sýningunni eru yfir 30 gullsmiðir sem sýna verk sem spanna langt tímabil sögunnar. Félag íslenskra gullsmiða er meðal aðildarfélaga SI. 

Á myndinni hér fyrir neðan er Guðrún ásamt með Örnu Arnardóttur, formanni Félags íslenskra gullsmiða, (t.h.) og Höllu Bogadóttur, fyrrum formanni FÍG sem jafnframt var fyrsta konan í stjórn félagsins. Sýningin verður opin um næstu helgi frá föstudeginum 25. október til sunnudagsins 27. október kl. 11-18. 

Gullsmidir-syning-i-Horpu-oktober-2019-2-