Fréttasafn



27. mar. 2019 Almennar fréttir Gæðastjórnun

H. Árnason hefur fengið endurnýjun á D-vottun

Fyrirtækið H. Árnason hefur fengið endurnýjun á D-vottun gæðavottunarkerfis SI. Hjörtur Árnason og Elín Guðmundsdóttir eru stofnendur og eigendur fyrirtækisins sem í ár heldur upp á 25 ára afmæli en það var stofnað árið 1994. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðastliðin 16 ár í Mörkinni 3. Helstu verkefni er uppsetning og rekstur á tölvukerfum hjá fyrirtækjum svo sem uppsetning netkerfa, netþjóna og annars borðtölvubúnaðar. Fyrirtækið býður jafnframt tölvubúnað, forrit, uppsetningu, innleiðingu og þjálfun starfsmanna.

Hjörtur og Elín sjá mikinn ávinning af því að hafa farið í gegnum vottunarferlið því það skerpir sýn þeirra á þau áhersluatriði sem þau vilja standa fyrir í rekstri fyrirtækisins. Jafnframt er ferlið gott hjálpartæki þegar ráðnir eru nýir starfsmenn

Á myndinni eru talið frá vinstri, eigendur fyrirtækisins þau Elín Guðmundsdóttir og Hjörtur Árnason og Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði.