Fréttasafn



15. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Eimverk Distillery

Starfsmenn SI, heimsóttu Eimverk Distillery fyrir skömmu en fyrirtækið framleiðir þrjár tegundir af vískí, fjórar tegundir af gini, ákavíti og brennivín frá grunni. Eingöngu er notað íslenskt bygg til framleiðslunnar og bragðbætt með íslenskum jurtum, hvannarrót, kúmeni, einiberjum, blóðbergi og berjum. 

Eimverk er fjölskyldufyrirtækið þar sem byggið er ræktað af fjölskyldunni á eigin jörð á Suðurlandi. Tekið er á móti hópum í kynningar sem er mjög vinsælt en erlendum ferðamönnum kemur á óvart að þeir geti ekki keypt sýnishorn af framleiðslunni til að taka með sér. Í heimsókninni kom fram að eitt af hagsmunamálum handverksbruggara er að geta selt vörur sínar beint til ferðamanna.

Á myndinni er Egill Þorkelsson, hjá Eimverk Distillery, að kynna vörur fyrirtækisins. Frá vinstri eru Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar á framleiðslusviði SI, Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, og Signý Jóna Hreinsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði SI.

Eimverk-2


Eimverk-3