Fréttasafn



3. nóv. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja

Heimsókn í Hefring Marine

Fulltrúar úr stjórn SSP auk Erlu Tinnu Stefánsdóttur, viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, heimsóttu Hefring Marine sem er aðildarfyrirtæki SSP og SI. Markmiðið var að kynna sér starfsemi félagsins og ræða hagsmunamál sprotafyrirtækja á þessum vettvangi.

Hefring Marine sem er staðsett í Sjávarklasanum er hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var árið 2018 í Reykjavík. Fyrirtækið framleiðir snjallsiglingakerfi til þess að verja báta og draga úr höggum og hættulegum hreyfingum sem verða til vegna samspils bátsins, sjólags, hraða og stefnu. Þannig notar fyrirtækið gervigreind til að mæla með bestu sjóleiðunum og hraða báta miðað við aðstæður, til að draga úr slysum á áhöfn. Þá kemur gervigreind Hefring Marine í veg fyrir óþarfa ólíunotkun – þjónusta sem m.a. bandaríski herinn notast við. Í heimsókninni kom fram að fyrirtækið væri í sífelldri þróun og margir spennandi hlutir að gerast.

Fyrirtækið var stofnað af þeim Karli Birgi Björnssyni, Birni Jónssyni og Magnúsi Þór Jónssyni. Auk þeirra starfa fjórir verkfræðingar hjá fyrirtækinu. 

Hefring-oktober-2023_1

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Alexander Jóhönnuson, stjórnarmeðlimur SSP, Róbert Helgason, stjórnarmeðlimur SSP, Karl Birgir Björnsson, forstjóri og einn stofnenda Hefring Marine, og Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri SSP hjá SI.