Fréttasafn



23. ágú. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsókn í Prentmet Odda

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins heimsóttu Prentmet Odda, aðildarfyrirtæki samtakanna, í dag. Eigendur fyrirtækisins, hjónin Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, tóku á móti þeim Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI, Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Gunnari Sigurðarsyni, viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Prentmet Oddi hefur stækkað mikið á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á fyrirtækjum og sameiningum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Lynghálsi 1 en einnig eru reknar starfsstöðvar í Fosshálsi í Reykjavík og á Akureyri og Selfossi.

Prentmet Oddi er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins en frá stofnun hefur Prentmet Oddi lagt sig fram við að hafa jákvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Prentsmiðjan vinnur skipulega að þessu, m.a. varðandi efnisnotkun, sorpmeðhöndlun og pappírsnýtingu og sem dæmi má nefna að allur afskurður er fullnýttur.

Prentmet-Oddi-23-08-2023_2Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Gunnar Sigurðarson, Sigurður Hannesson, Sigríður Mogensen og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir.