Fréttasafn



6. apr. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Heimsókn í Tæknisetur

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins heimsóttu Tæknisetur í vikunni. Græn iðnbylting var meðal þess sem rætt var um auk þess sem gestirnir fengu að skoða tækjabúnað og sérhæfða aðstöðu sem er í boði fyrir tæknifrumkvöðla. Þá var gefin innsýn inn í verkefni nokkurra sprotafyrirtækja sem eru á Tæknisetri, meðal þeirra eru Atmonia, Arctus Aluminium, DTE, Optitog, IceWind og Efnasmiðjan sem öll hafa lausnir og spennandi framlag fyrir grænu iðnbyltinguna.

Tæknisetur brúar bilið milli rannsóknarsamfélags og atvinnulífs. Á tæknisetri er stuðningur við hátækni frumkvöðla veittur með aðgangi að sérfræðingum og tæknilegum innviðum. Starfsemin byggir á fjögurra áratuga reynslu á sviði efnistækni, lífvísinda og orkumála og reynslu sem mikilvægur samstarfsaðili í bæði innlendum og erlendum rannsóknar og þróunarverkefnum.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Ásgeir Sverrisson hjá IceWind, Elín Harðardóttir hjá Efnasmiðjunni, Lárus Ólafsson hjá SI, Halla Jónsdóttir hjá Optitog, Jón Hjaltalín Magnússon hjá Arctus Aluminium, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Gunnar Sigurðsson hjá SI, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Diego Areces hjá DTE, og Guðbjörg Rist hjá Atmonia.