Fréttasafn



24. okt. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Heimsókn í Terra

Fulltrúar SI heimsóttu fyrirtækið Terra sem er eitt af aðildarfyrirtækjum SI sem félagsmaður samtakanna í flokkun úrgangs, endurnýtingu og endurvinnslu. Terra er nýtt heiti fyrirtækisins sem sem áður starfaði sem Gámaþjónustan, Gámaþjónusta Norðurlands, Efnamóttakan og Hafnarbakki en nafnabreytingin tók gildi núna í október. Fyrirtækið hefur starfað síðan árið 1983 og skilgreinir sig sem fyrirtæki í umhverfisþjónustu og starfar um land allt. Býður Terra upp á lausnir til söfnunar og flokkunar á úrgangi og endurvinnsluefnum og sér um að koma þessum efnum í réttan farveg.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Gunnar Bragason, forstjóri Terra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jónína Guðný Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og viðskiptasviðs Terra, og Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.