Fréttasafn



11. feb. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Heimsóknir í matvælafyrirtæki

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar á framleiðslusviði SI, og Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, heimsóttu nokkur dótturfyrirtæki Langasjávar fyrir skömmu. Fyrirtækin sem þau heimsóttu voru Mata, Matfugl, Síld og fiskur og Vaxa sem er nýstárlegt grænmetisfyrirtæki. 

Á móti þeim tók framkvæmdastjóri Mata, Eggert Árni Gíslason, sem jafnframt er formaður Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja, SMK. Fulltrúar SI fengu tækifæri til að skoða sláturhús og kjötvinnslu Matfugls í Mosfellsbæ, starfsemi Vaxa við Vesturlandsveg og kjötvinnslu Síldar og fisks í Hafnarfirði. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls og Síldar og fisks tók á móti hópnum og sýndi fyrirtækin. Í fyrirtækinu Vaxa tóku þeir Jóhann Steinn Eggertsson, stjórnarformaður, og Andri Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri, á móti hópnum og sýndu starfsemina. Í Vaxa eru ræktaðar fjölmargar salat-tegundir og kryddjurtir í húsnæði þar sem hitastigi, rakastigi og lýsingu er stýrt eftir þörfum hverrar tegundar. Ræktað er á mörgum hæðum og hver planta fær sína næringarlausn. Umhverfið er algerlega hreint og laust við umhverfismengun.  

Heimsokn-Mata-3-
Menn-i-Vaxa-003-
Heimsokn-Mata-4-
Heimsokn-Mata-5-