Fréttasafn



24. okt. 2019 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Heimsóttu Tækniskólann í Hafnarfirði

Stjórn Félags vinnuvélaeigenda heimsótti Tækniskólann í Hafnarfirði í vikunni en heimsóknin er liður í vinnu félagsins við undirbúning og skipulagningu náms í jarðvinnu sem félagið hefur unnið að. Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri Skipstjórnar- og véltækniskólans, tók á móti hópnum og fór yfir starfsemi skólans.

Í upphafi síðastliðins árs ákvað stjórn Félags vinnuvélaeigenda að leggja áherslu á nauðsynlega nýliðun með því að vinna að því að koma á námi í jarðvinnu líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Sótti félagið í kjölfarið um styrk úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins til að vinna málinu brautargengi og hlaut verkefnið fimm milljóna króna styrk. Markmið verkefnisins er að koma á námi í jarðvinnu sem mun stuðla að nýliðun í faginu, auka skilvirkni og gæði og draga úr mistökum og slysum.

Á myndinni má sjá stjórn Félags vinnuvélaeigenda ásamt Jóni Hjalta. 

Heimsokn-i-Taekniskolann-oktober-2019-1-