Fréttasafn



6. maí 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök fyrirtækja í líf og heilbrigðistækni

Hlýtur viðurkenningu EWMA fyrir frumkvöðlastarf

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, sem er aðildarfyrirtæki SI var valinn frumkvöðull ársins á árlegri nýsköpunarráðstefnu evrópsku samtakanna European Wound management Association, EWMA, sem haldin var í London í síðustu viku. Viðurkenningin sem nefnist Presidents Wound Care Entrepreneur of the Year Award er veitt einstaklingi sem hefur sýnt einstakt frumkvöðlastarf og lagt mikið af mörkum í sáralausnum til að auka lífsgæði sjúklinga. Guðmundur hlýtur viðurkenninguna fyrir störf sín í nýsköpun við að nýta fiskroð til að meðhöndla sár. 

Í tilkynningu er haft eftir Kirsi Isoherranen, forseta EWMA, að með því að taka við þessari viðurkenningu veiti Guðmundur innblástur og minni á mikilvægi nýsköpunar, þrautseigju og samúðar. Hún segir að hans merkilega ferðalag haldi áfram að hvetja aðra til að ná árangri í leit að því að bæta heilsu og vellíðan fólks. 

Guðmundur Fertram tók við viðurkenningunni frá Kirsi Isoherranen, forseta EWMA.