Fréttasafn



9. nóv. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Hönnunarverðlaun Íslands 2023 afhent í Grósku í dag

Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2023 fer fram í Grósku í dag kl. 18 en frá kl. 15.00 verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár. Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í tíunda sinn í ár og af því tilefni hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað í þrjá undir heitunum Vara // Staður // Verk.

Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2023 sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun. Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.

Dagskrá

15:00 Húsið opnar - Kaffi í boði Kaffitárs

15:30 Innsýn inn í tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023

17:30 Fordrykkur

18:00 - 19:30 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2023

19:30 - 21:00 Fögnuður og skál 

Á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er hægt að nálgast frekari upplýsingar.