Fréttasafn



27. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Húsnæðisþing 2019

Húsnæðisþing verður haldið í dag á Hilton Reykjavík Nordica þriðja árið í röð og hefst kl. 9.30 og lýkur kl. 16.30. Það er félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sem hefur boðað til húsnæðisþingsins sem er vettvangur fyrir alla þá fjölmörgu aðila sem koma að húsnæðismálum til að hittast og ráða ráðum sínum.

Yfirskriftin þingsins er „Þjóð undir þaki – jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði“ og á það að undirstrika mikilvægi aðgengis allra að húsnæði við hæfi en jafnvægið vísar í að uppbygging þurfi að vera í takti við þörf og að hún skapi fólki heilnæmt og gott umhverfi. 

Fjölmörg erindi eru flutt á þinginu og meðal fyrirlesara er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, en erindi hans ber yfirskriftina Stefnumótun, rannsóknir og stjórnsýsla. 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þingið. 

Á vef Vísis er hægt að horfa á beina útsendingu frá þinginu.