Fréttasafn



6. maí 2024 Almennar fréttir Menntun

Hvatningarsjóður Kviku hefur opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Hvatningarsjóði Kviku en sjóðurinn hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Öll þau sem hafa þegar hafið, eða hyggjast hefja á komandi vetri, kennaranám eða nám í löggiltum iðngreinum geta sótt um styrk. Umsóknarfrestur er til 31. maí.

Hvatningarsjóður Kviku var stofnaður árið 2020 sem tók við af Hvatningarsjóði iðnnema sem var stofnaður 2018 og Hvatningarsjóði kennaranema sem var stofnaður árið 2019. Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðili Kviku í sjóðnum. 

Hér er hægt að sækja um styrk.

Myndin hér fyrir ofan var tekin við afhendingu styrkja úr sjóðnum á síðasta ári.