Fréttasafn



9. sep. 2016 Iðnaður og hugverk

Íslensk framleiðsla seld í Anthropologie

Íslenskur bókasnagi húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtækisins AGUSTAV gerir víðreist því fyrirtækið hefur gert samning um sölu á honum í verslunarkeðjunni Anthropologie, en Anthropologie er dótturfyrirtæki Urban Outfitters og rekur yfir 300 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Eigendur AGUSTAV, Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson, sendu sýnishorn af bókasnaganum sem þau hafa verið að framleiða og úr varð að pantaðir hafa verið fjöldi snaga sem verða til sölu í búðum Anthropologie og í vefverslun þeirra.  

AGUSTAV var stofnað 2011 og sérhæfir sig í handgerðum hágæða húsgögnum, framleidd með það að sjónarmiði að endast ættliði. Framleiðsluferli AGUSTAV snýst um samspil fagufræði og notagildis en gæði vörunnar eru tryggð með því að nota einungis úrvals efnivið og fagmenn við framleiðsluferlið. AGUSTAV er umhverfissinnað fyrirtæki og gróðursetur tré fyrir hverja selda vöru. 

AgustavbokasnaginnHér er hægt að sjá bókasnagann í vefversluninni:

http://www.anthropologie.com/uk/en/product/home-newarrivals/7573529690001.jsp#/