Fréttasafn



26. jún. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Jákvæð umhverfisáhrif við nýtingu aukaafurða hjá Elkem

Í Viðskiptablaðinu er sagt frá einu af aðildarfyrirtækjum SI, kísilmálmverksmiðjunni Elkem Ísland á Grundartanga, en fyrirtækið hefur undanfarin ár beitt nýstárlegum aðferðum til að nýta betur aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna. 
Í umfjöllun blaðsins segir að um sé að ræða svokallaða „kögglun“ sem felur í sér jákvæð umhverfisáhrif og hefur einnig góð áhrif fjárhagslega þar sem nýting eykst til muna. Efni sem áður höfðu lítið sem ekkert notagildi eru nú nýtt í hráefnaköggla sem búnir eru til í samstarfi við Steypustöðina, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Gerosion. Í dag framleiðir Steypustöðin um 7.000 tonn árlega af endurnýttu efni fyrir bræðsluofna Elkem sem annars hefði ekki verið hægt að nýta.

Rætt er við Sunnu Ólafsdóttur Wallevik, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum ráðgjafa- og rannsóknarfyrirtækisins Gerosion, sem hefur starfað við verkefnið frá upphafi en það hófst árið 2014 þegar Elkem vildi skoða nýjar, umhverfisvænni og hagkvæmari leiðir til að nýta efni sem féllu til við framleiðsluna og finna þeim betri farveg með nýsköpun að leiðarljósi. 

Nánar á vef Viðskiptablaðsins.