Fréttasafn



2. maí 2018 Almennar fréttir Menntun

Krakkar geta núna forritað á íslensku í micro:bit

Nú geta krakkar forritað á micro:bit smátölvuna sína á íslensku. Þýðing ritilsins er afrakstur samstarfs Háskóla Íslands og Kóðans 1.0 en frá áramótum hafa nemendur í verkefnahópi Kóðans á tölvunarfræðibraut við Háskóla Íslands staðið í ströngu við þýðingar á hinum ýmsu forritunarhugtökum auk annarra verkefna.

Kóðinn 1.0 er samstarfsverkefni KrakkaRÚV, Samtaka iðnaðarins, menntamálaráðuneytisins og Menntamálastofnunar. Markmið verkefnisins er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni og iðngreinum í samræmi við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið felst í dreifingu á micro-bit smátölvunni en hana geta allir krakkar í 6. bekk fengið gefins og tekist á við hinar ýmsu forritunaráskoranir sem finna má á vefsíðu Kóðans.
Það voru þau Bjarki Freyr Rúnarsson, Sindri Pétur Guðmundsson og Stella Rut Guðmundsdóttir sem stóðu að þýðingunni.

Á vefsíðu Kóðans er hægt að skoða forritunarumhverfið á íslensku. 

Á vef HÍ er hægt að lesa nánar um þýðinguna.