Fréttasafn



26. okt. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Málstofa um nýsköpun í matvælaiðnaði

Matvælaráð SI og Íslandsstofa efna til málstofu fimmtudaginn 2. nóvember á Hilton Reykjavík frá kl. 11.00-12.30 í sal F+G þar sem umræðuefnið verður nýsköpun í matvælaiðnaði - frá hugmynd að framkvæmd.

Á ráðstefnunni munu fjögur fyrirtæki fjalla um ferlið frá því að hugmynd kviknar og þar til hún kemst til framkvæmdar, hindranir og áskoranir. Þá verður fjallað um styrkjaumhverfi fyrir matvælaframleiðendur hér á landi.

Léttar hádegisveitingar verða í boði fyrir málstofugesti.

Dagskrá

  • Kl. 11.00 Nýsköpun fyrirtækja á samkeppnismarkaði - Helga M. Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, og Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu matvælaiðju og formaður stjórnar Matvælaráðs SI.
  • Kl. 11.20 Nýsköpun á gömlum grunni - Friðrik Guðjónsson, stofnandi og forstjóri Feed the Viking.
  • Kl. 11.35 VAXA - Andri Björn Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri VAXA.
  • Kl. 11.50 Styrkjaumhverfið á Íslandi - Jónas Rúnar Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís.

Fundarstjóri er Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Þau sem komast ekki á fundinn geta fylgst með á Teams frá þessum hlekk:

Click here to join the meeting