Fréttasafn



18. ágú. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Markaðskönnun fyrir snjallstýrikerfi borgarlýsingar

Skilafrestur fyrir markaðskönnun um lausnir og búnað á markaði fyrir snjallstýrikerfi borgarlýsingar rennur út þriðjudaginn 22. ágúst kl. 14.00. Það er innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar sem óskar eftir upplýsingunum en snjallstýrikerfið skal samanstanda af miðlægum hugbúnaði fyrir borgarlýsingu byggt upp af skápastýringum og Zhaga-stýrieiningum fyrir lampa. Snjallstýrikerfið skal jafnframt bjóða upp á þann möguleika að tengja ýmsan annan búnað við kerfið, svo sem skynjara, WiFi, öryggismyndavélar, o.s.frv.

Á Útboðsvef segir að tilgangur markaðskönnunarinnar sé að óska eftir upplýsingum um lausnir og búnað á markaði sem gæti hentað fyrir snjallstýrikerfi borgarlýsingar í Reykjavíkurborg. Vefslóðin fyrir markaðskönnunina er:  https://utbod.reykjavik.is/aspx/ProjectManage/1160

Tekið er fram að ekki sé verið að óska eftir þátttöku í útboði heldur að um sé að ræða óbindandi markaðskönnun.