Fréttasafn



28. maí 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu um ábyrga matvælaframleiðslu og heimsmarkmið SÞ, næstkomandi fimmtudag 31. maí í Kaldalóni í Hörpu kl. 13.00-16.00. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig hér.

Á ráðstefnunni verður skoðað hvernig markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snerta íslenska matvælaframleiðslu, allt frá stefnumörkun til aðgerða sem fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld koma að. Leitast verður við að varpa ljósi á tækifæri og áskoranir sem markmiðin hafa á íslenska matvælaframleiðslu.

Fundarstjóri er Elín Hirst, fjölmiðlakona.

Dagskrá

  • Setning og afhending verðlauna Ecotrophelia Ísland - Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Matvælalandið Ísland: Samkeppnisforskot á grunni ábyrgðar og upplýsingagjafar - Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís
  • The Sustainable Development Goals: Opportunities for the Icelandic Food Industry - Serena Brown, director, Sustainable Development KPMG International
  • Áfram veginn - Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca Cola European Partners á Íslandi
  • Ábyrgar fiskveiðar - Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
  • Reynslusögur úr ýmsum áttum

• Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi
• Eva María Sigurbjörnsdóttir, framleiðslustjóri Eimverks
• Bryndís Marteinsdóttir,  verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins
• Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu
• Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís

Að samstarfinu standa Samtök iðnaðarins, Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Matarauður Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.