Fréttasafn



25. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök álframleiðenda á Íslandi

Með bættum álkerstýringum hefur dregið úr losun um 75%

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls segir í Morgunblaðinu í tilefni ársfundar sem fór fram í dag að í yfirskrift fundarins Hring eftir hring eftir hring felist að hringrás sé viðfangsefni þeirrar vegferðar sem fram undan er, hvort sem litið er til sjálfbærni eða loftslagsmála. „Verkefnið er að breyta úrgangi í hráefni, jafnvel CO2 getur nýst sem efniviður í slíku ferli. Það er raunar eftirtektarvert að flúor er endurunninn í framleiðsluferlinu, en þar hefur Ísland haft forskot á önnur álver í heiminum. Með bættum kerstýringum hefur verið dregið úr losun CO2-ígilda um 75% á hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990. En hringrásin á ekki bara við um framleiðslu áls, heldur einnig notkun áls, þar sem endurvinna má ál aftur og aftur án þess það tapi eiginleikum sínum. Og stóra áskorunin í álframleiðslu á heimsvísu er að orkan sé endurnýjanleg. Yfir helmingur alls áls er framleitt með kolaorku og það tífaldar losunina. Þar hefur Ísland góða sögu að segja.“

Á vef Samáls er hægt að nálgast upptöku af fundinum.

Morgunblaðið, 25. maí 2023. 

mbl.is, 25. maí 2023.