Fréttasafn



5. feb. 2018 Almennar fréttir Menntun

Menntadagur atvinnulífsins framundan

Menntadagur-haus-fyrir-samantektMenntadagur atvinnulífsins 2018 verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30-12.00. Yfirskrift dagsins er Hvað verður um starfið þitt?. Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Á deginum verða Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í 5. skiptið en Alcoa Fjarðaál og Keilir hlutu verðlaunin á síðasta ári. Hér er hægt að skrá sig. 



Dagskrá

  • Setning. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA. 
  •  Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir
  • Færni er framtíðin: Hvað átt þú eftir að læra? Lilja Dögg Jónsdóttir, starfsmannastjóri Burning Glass Technologies. 
  • Hvað geta fyrirtæki gert? Jón Björnsson, forstjóri Festi. 
  • Amma, hvað er stundaskrá? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect. 
  • Hugvekjur 
  • Ragnar Kjartansson, listamaður. Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og eigandi GeoSilica Iceland. Marinó Páll Valdimarsson, teymisstjóri IoT og gervigreindar hjá Marel. 
  • Menntaverðlaun atvinnulífsins 2018 afhent
  • Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi. 
  • Málstofur: A) Hvað verður um byggðirnar? B) Tæknileg áhrif. C) Framlínan - tækni, hæfni og þjónusta. 

Fundarstjóri er Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.