Fréttasafn



5. okt. 2016 Iðnaður og hugverk

Menntun íslenskra barna til umræðu á fundi hjá X Hugvit

X Hugvit stendur fyrir fundi um menntamál mánudaginn 10. október í Kaldalóni í Hörpu kl. 17.00-19.00. Á fundinum verður farið yfir hvernig íslenskt menntakerfi getur á raunhæfan hátt gefið íslenskum börnum forskot í heiminum.

Dagskrá
Tryggvi Hjaltason, framleiðandi hjá CCP: Við erum komin með verkfærin sem þarf til að gjörbylta menntakerfinu
Róbert Helgason, sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands: Einstaklingsmiðaður fullnustulærdómur
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og tækniráðgjafi á fræðslusviði Skagafjarðar. Reynsla úr Skagafirði: Lærdómur í sýndarveruleika og hvernig börn læra að nota tæknina sem valdeflandi verkfæri
Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games og formaður IGI: Tölvunafræði sem skyldufag á grunnskólastigi
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Marel, formaður SUT og varaformaður Hugverkaráðs: Microbit - Ég vil læra að forrita því kóði getur breytt heiminum - Einstök tilraun með forritanlegar tölvur
Pallborðsumræður - Geta íslensk börn fengið forskot í heiminum í gegnum íslenskt menntakerfi? Guðríður S. Sigurðardóttir, ritstjóri í upplýsinga-og tæknimennt, Menntastofnun, og Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, ræða við framsögumenn um málefni fundarins.

Skráning á fundinn er á facebook.

 http://samtokidnadarins.cmail19.com/t/i-l-kdutxk-okrydiyb-y/