Fréttasafn



16. mar. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Mikill áhugi á erindum erlendra arkitekta

Mikill áhugi var á að hlusta á þekkta erlenda arkitekta í morgun þegar fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands fylltist. Það voru arkitektarnir Rami Bebawi , Rahel Belatchew  og  Reiulf Ramstad, sem deildu hugleiðingum sínum um áherslur og innblástur í starfi sínu sem arkitektar. Það voru Arkitektafélag Íslands, SAMARK, Listaháskóli Íslands, Hönnunarmiðstöð og Samtök iðnaðarins sem buðu til fundarins í tilefni af HönnunarMars. Fundarstjóri var Anna María Bogadóttir, arkitekt FAÍ.

Í máli  Rami Bebaw kom fram mikilvægi þess að tengja skynjanir/upplifanir inn í hönnunina þar sem það er sífellt að verða mikilvægara að tengja fólk við skynjanir líkt og lykt og tilfinningar. Fólk er meðvitaðra um umhverfið og aðrar lífverur og hönnunin þarf að taka mið af því. 

Rachel Belatchew sagði mikilvæg að hönnunin láti öllum líða vel sem nota hana. Sveigjanleiki væri lykilatriði þar sem auðvelt þarf að vera að framkvæma breytingar síðar. Þá sé orðið mikilvægara samfara fólksfjölgun að hámarka nýtingu rýma eins og hægt er. Dæmi af slíku er öldrunarheimili með leikskóla á neðstu hæð þar sem íbúar hafa svæði sem þau geta nýtt eftir að börnin fara heim af leikskólanum. 

Rieulf Ramstad sagði mikilvægt að tengja saman einkalíf og vinnu og hanna hús sem er ekki eingöngu skrifstofurými því við viljum hafa umhverfið í kringum okkur í vinnunni fjölbreytt. Hann sagði einnig að huga þurfi að eldri húsum í dreifbýlum og vera meðvituð um samfélagslega ábyrgð þar sem nota á efnivið úr nærumhverfinu á landsbyggðinni og fá fólk úr borgum út í náttúruna. 

Margvíslegar tengingar voru rauði þráðurinn í erindunum, tengingar við skynjanir, félagslegar tengingar og tengingar við umhverfið þar sem huga þarf að mismunandi þörfum fólks og áhrifum hönnunar á umhverfið og lífverur.

IMG_0393