Fréttasafn



3. des. 2019 Almennar fréttir

Námskeið Staðlaráðs um stjórnun upplýsingaöryggis

Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði um stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt staðnum ISO/IEC 27001 næstkomandi fimmtudag 5. desember kl. 9-17 í Þórunnartúni 2. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27002 og ISO/IEC 27001 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum. Leiðbeinandi er Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis. 

Á vef Staðlaráðs Íslands er hægt að nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið.

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.