Fréttasafn



10. sep. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Norrænir rafverktakar funda í Svíþjóð

Fundur norrænna systursamtaka Samtaka rafverktaka, SART, var haldinn í Ystad í Svíðþjóð í síðustu viku. Fundinn sóttu formaður SART, Hjörleifur Stefánsson, og framkvæmdastjóri SART, Kristján Daníel Sigurbergsson. Á fundinum var farið yfir helstu málefni sem samtökin eru að fást við og reyndist mikill samhljómur milli landa um þau verkefni. Meðal málefna sem eru sameiginleg á öllum Norðurlöndunum eru áskoranir við mat á réttindum rafvirkja frá löndum utan Norðurlandanna og hvernig iðngreinarnar verði gerðar aðlaðandi fyrir konur jafnt sem karla. Þá var einnig rætt um mikilvægi þess að hafa meiri áhrif í Brussel með því að efla tengslanet og hagsmunagæslu. 

Á myndinni má sjá formenn og framkvæmdastjóra samtakanna á Norðurlöndunum. Formaður SART, Hjörleifur Stefánsson, er lengst til hægri á myndinni og framkvæmdastjóri SART, Kristján Daníel Sigurbergsson, er þriðji frá vinstri.