Fréttasafn



  • Annar togaranna

19. okt. 2009

Útgerðin greiðir tekjuskatt

Í spjallþættinum Hrafnaþing, sl. föstudag tók framkvæmdastjóri SI þátt í umræðum svokallaðrar Heimastjórnar. „Þar varð mér fótaskortur í fullyrðingum um skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja“, segir Jón Steindór, „það er mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta.“

Í þættinum barst talið að skattgreiðslum og fullyrti Jón Steindór að útgerðin greiddi ekki tekjuskatt, en fyrir því væru vissulega ástæður. Þetta er ekki rétt. Útgerðin hefur greitt tekjuskatt eins og meðfylgjandi tafla ber með sér. Taflan er unnin upp úr gögnum frá ríkisskattstjóra.

Ár

2005

2006

2007

2008

Tekjuskattur útgerðar

1.167

1.176

1.064

1.331

Tekjuskattur lögaðila í heild

23.770

34.669

42.717

47.761

Hlutfall tekjuskatts útgerðarinnar

4,91%

3,39%

2,49%

2,79%


„Það fer ekki á milli mála að útgerðin greiðir tekjuskatt.  Árið 2008 greiddi útgerðin rúma 1,3 milljarða í tekjuskatt. Það eru um 2,8% af þeim tekjuskatti sem fyrirtækin í landinu greiddu það ár. Ég bið útgerðarmenn afsökunar á því að hafa fullyrt á Hrafnaþingi að þeir greiddu ekki tekjuskatt," segir Jón Steindór.