Fréttasafn



  • Alþingi

21. des. 2009

Alþingi samþykkir lög um 25,5% VSK og stuðning við nýsköpun

Alþingi samþykkti í dag lög um ráðstafanir í skattamálum og um stuðning við nýsköpun, hvorutveggja mál sem SI hafa látið sig varða.

Samþykkt voru lög þar sem meðal annars er kveðið á um að efra þrep virðisaukaskatts hækki úr 24,5% í 25,5%. Fallið var frá hugmyndum um að taka upp sérstakt 14% þrep í virðisaukaskatt. Samtökin fagna því en þau höfðu mótmælt þessum fyrirætlunum harðlega.

Þá voru einnig samþykkt lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Markmið laganna er að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldari skattalegum skilyrði. Vonir standa til að það leiði til þess að störfum í rannsóknum og þróun fjölgi umtalsvert. Aukinn stuðningur við nýsköpun hefur verið baráttumál Samtakanna árum saman og eru nýsamþykkt lög skref í rétta átt.

Sjá nánar á vef alþingi www.althingi.is