Fréttasafn



  • Jón Steindór Valdimarsson

20. jan. 2010

Láta þarf verkin tala

Það er ekki nóg að stjórnmálamenn tali um að framkvæmdir muni hefjast á næstunni. Fyrirtæki lifi ekki á talinu einu. Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í viðtali við fréttastofu Rúv.

Kristján Möller, samgönguráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær fyrirhuguð útboð á tvöföldum Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, fyrsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar og einn verkþátt Landeyjarhafnar. Gangi allt eftir gætu framkvæmdir hafist við öll þrjú verkin í byrjun sumars.

Í viðtalinu við Rúv segir Jón Steindór jákvætt að menn séu að tala um að hefja framkvæmdir, en bendir á að engar ákvarðanir liggi fyrir um til dæmis dagsetningar. Menn tali dálítið langt inn í framtíðina. Til að mynda hafi verið talað um samgöngumiðstöðina við Reykjavíkurflugvöll í um ár án þess að tekið sé af skarið. Ennþá lengra sé í að framkvæmdir við nýtt sjúkrahús hefjist.

Jón Steindór segir að ef ekkert verður að gert, verði fá eða engin fyrirtæki eftir til að vinna þessi verk þegar framkvæmdir hefjist loksins.

 Sjá frétt Rúv hér.