Fréttasafn



  • Frost í mannvirkjagerð

28. jan. 2010

Útboð vegna breikkunar Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar

Vegagerðin vinnur nú að því að undirbúa útboð vegna breikkunar Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Ríkisstjórnin hefur heimilað útboðin og framkvæmdir munu dreifast á tvö ár þ.e.a.s. árin 2010 og 2011.

Reiknað er með að kostnaður við framkvæmdirnar nemi 2 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að boðið verðu út á næstu vikum og að framkvæmdir geti hafist í báðum verkum í júní 2010.

SI fagna þessari ákvörðun mjög en það hefur verið eitt af helstu baráttumálum þeirra undanfarin misseri að fá opinbera aðila til arðbærrar mannvirkjagerðar. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI segir:

"Það er ástæða til þess að fagna þessum áfanga og einnig ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínurnar. Þetta er lóð á vogarskálarnar. Hinu má þó ekki gleyma að þetta leysir ekki nema lítinn hluta þess vanda sem mannvirkjageirinn glímir við og að þessar framkvæmdir verða ekki fyrr en í sumar. Það getur reynst mörgum fyrirtækjum um megn að bíða þangað til.”