Fréttasafn



  • Logo_Rannis

26. mar. 2010

Aukafjárveiting í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Vegna aukafjárveitingar til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur nú verið ákveðið að auglýsa að nýju eftir umsóknum í sjóðinn. Frestur til að skila inn umsóknum er mánudagurinn 12. apríl klukkan 16.00. Úthlutun úr sjóðnum liggur síðan fyrir í byrjun maí.

SI hvetja fyrirtæki til að sækja um styrk og ráða háskólastudenta til sumarstarfi við nýsköpun og þróun.

Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja. Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein.

Vinna á vegum Nýsköpunarsjóðs hefur verið vettvangur fyrirtækja til að mynda tengsl við nemendur og oft hafa þau tengsl leitt til atvinnutilboða að námi loknu. Sjóðurinn er því einnig ákjósanlegur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Styrkupphæðin fyrir árið 2010 er 140.000 kr. á mánuði Ekki er sjálfgefið hve margra mánaða styrk nemendur hljóta en hámark miðast við 3 mánaðargreiðslur til sama nemanda. Fjöldi styrktra mánaða ræðst af umfangi og gæðum rannsóknarverkefnisins.

Háskólanemar í grunn- og meistaranámi geta sótt um. Einnig sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir

Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Rannís, www.rannis.is. þar er jafnframt að finna reglur og leiðbeiningar varðandi sjóðinn.