Fréttasafn



  • Prósentumerki

4. jan. 2011

Breytingar á sköttum og gjöldum sem hafa áhrif á félagsmenn SI

 

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.

Tekjuskattur hluta- og einkahlutafélaga   20,00% 
Tekjuskattur samlags-og samlagsfélaga          

36,00% 

Hækkunin kemur til við álagningu 2012 vegna tekjuársins 2011.

 

Staðgreiðsla, tekjuskattur og útsvar, einstaklinga verður á árinu 2011 í þrem þrepum:

Af mánaðarlaunum að kr. 209.400     37,31% 
Af næstu kr. 471.500     40,21%
Af launum umfram kr. 680.550     46,21% 

    Persónuafsláttur á mánuði kr. 44.205        

Tryggingagjald er óbreytt      8,65% 
Bensíngjald og olíugjöld hækka um    4,00%
Kolefnisgj. á fljótandi eldsneyti hækkar um  

50,00% 

Olíugjald hækkar um      4,00%
Áfengisgjald hækkar um      4,00%
Tóbaksgjald hækkar um    

 7,00% 

Auk ofangreindra hækkana á áfengis-og tóbaksgjaldi er gjaldfrelsi fríhafna skert.

Úrvinnslugjöld

Verulegar hækkanir á úrvinnslugjöldum taka gildi frá 1. janúar. Breytingarnar er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/139/s/0587.html

Breytingar á vörugjöldum bifreiða

Breytt hefur verið um viðmið við útreikning á vörugjöldum bifreiða. Í stað þess að miða við rúmtak vélar verður hér eftir miðað við mengun í útblæstri. Í lögunum er einnig að finna heimildir til lækkunar á vörugjöldum ef faratækið er knúið metani. Lögin er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/139/s/0661.html

Afsláttur vegna kaupa á hlutabréfum í nýsköpunarfyrirækjum

Felld er niður heimild til frádráttar frá tekjuskatti vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum.

Útvarpsgjald er kr. 17.900

Fjármagnstekjuskattur er 20,00%

Frítekjumark er kr. 100.000

Auðlegðarskattur er 1,50%

Skatturinn leggst á eignir einstaklinga umfram 75 m.kr. og eignir hjóna umfram 100 m.kr.

Erfðafjárskattur er 10,0%

Fríeignarmörk eru 1,5 m.kr. 

Séreignarsparnaður

Heimilt verður að taka úr séreignarsparnað allt að 5 m.kr. án þess að hafa náð 60 ára aldri. Frá þessari fjárhæð dregst áður úttekinn fjárhæð.