Fréttasafn



  • Menntadagur2011-1

10. feb. 2011

Nýsköpun á Menntadegi iðnaðarins

Á Menntadegi iðnaðarins sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík í gær var fjallað um nýsköpun og menntun. Málþingið sóttu um 100 manns úr skólakerfi og atvinnulífi.

Í þeim níu erindum sem flutt voru var meðal annars varpað upp spurningum á borð við hvernig bæta megi árangur menntakerfisins. Hvaða gæðum viljum við að menntakerfið skili? Hvernig má nýta betur aðföng menntakerfisins, þ.m.t. fjármagn? Þá voru gefin fjögur raundæmi um gefandi samstarf fyrirtækja, skóla og stofnana. 

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI fjallaði m.a. um nauðsyn langtímahugsunar varðandi samspil atvinnulífs og menntakerfis. Huga þyrfti að því hvers konar menntun og hæfni atvinnulífið þyrfti á að halda nú og í framtíðinni og eins hvernig við getum byggt upp menntakerfið svo hér skapist hálaunuð störf og hér verði eftirsóknarvert að búa.

menntadagur2011-4Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sagði að mikill niðurskurður gerði erfitt um vik að standa undir kröfum um gæði og þróun í menntakerfinu. Hins vegar væri unnið að því að leita nýrra lausna. Hún tekur undir sjónarmið SI um að hægt sé að bæta þjónustuna fyrir minna fé og lýsti yfir ánægju með samstarf við samtökin en tjáði sig að öðru leyti ekki formlega tillögu SI um klasasamstarf á sviði menntunar.

Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SIMenntadagur2011-8 kynnti niðurstöður könnunar á þörfum iðnaðarins fyrir menntað fólk. Könnun var unnin af Capacent fyrir Samtök iðnaðarins í janúar 2011. Þar kemur m.a. í ljós að fyrirtækin hafa þörf fyrir fleira starfsfólk og að skortur er á fólki með verk- iðn eða tæknimenntun.

Könnunina má nálgast hér.

Menntadagur2011-6Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við HÍ fjallaði um hlutverk menntunar við myndun klasa og þekkingarkjarna með hliðsjón af kenningum Michael Porters.

Ólafur Andri Ragnarsson einn stofnenda Betware og aðjúnkt við HR gerði í erindi sínu greinMenntadagur2011-2 fyrir leikjaiðnaðinum á Íslandi og hvernig leikjamenning hefur þróast í heiminum. Hinn stafræni netheimur er hluti af uppvextinum og netkynslóðin sækir í skemmtun og spil í námi, leik og starfi. Þess vegna eigi að nýta leikjahugmyndfræðina á öllum þessum sviðum. Þá sagði hann frá samstarfi HR og IGI sem felst í því að HR býður upp á Leikjalínu í tölvunarfræðum þar sem áhersla er lögð á fög sem tengjast leikjum og leikjagerð og sérfræðingar úr ýmsum fyrirtækjum innan IGI kenna.

Menntadagur2011-3Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar sagði frá áherslum stofnunarinnar í úrræðum fyrir atvinnulausa sem miða að aukinni færni í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Eitt þeirra er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Samtaka iðnaðarins og háskóla sem lýtur að því að gefa fólki á atvinnuleysisskrá kost á að skrá sig í iðn -verk eða tækninám.

Ingunn Sæmundsdóttir frá Tækni og verkfræðideild HR sagði frá námskeiði sem HR þróaðiMenntadagur2011-7 í þessu samstarfi til að freista þess að laða atvinnuleitendur í tækninám á háskólastigi. Námskeiðið er þríþætt og leggur áherslu á sjálfstyrkingu, að vekja áhuga á tækni- og raungreinum og loks að bjóða undirbúningsnám eftir þörfum.

Menntadagur2011-5Anna Þóra Ísfeld, framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanema fjallaði um nýsköpunarmennt í grunnskólum landsins, reglugerðir og framgang. Þrátt fyrir að kveðið sé á um nýsköpunarmennt í Námsskrá hefur slík kennsla ekki komist í fastar skorður heldur er mælt með því að skólastjórnendur annaðhvort samþætti kennsluna við tíma annarra greina eða nýti eigin ráðstöfunartíma eins og þemadaga eða aðrar vinnulotur. Afleiðingin er sú að nýsköpunarmennt er kennd með formlegum hætti í mjög fáum grunnskólum.

Síðasta erindi þingsins hélt Eva Huld Friðriksdóttir, arkitekt og kennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Hún sagðiMenntadagur2011-9 frá tilraunaáfanga sem kenndur var í FB, Tækniskólanum og Ístaki í sumar, sem heitir "Nýsköpunarmennt og atvinnulíf í grenndarsamfélagi".  Þetta var samstarfsverkefni Iðnaðarráðuneytisins, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar, valdra fyrirtækja og framhaldsskóla. Eva Huld lýsti undirbúningsferlinu, framkvæmd og kennslu áfangans sem tókst einstaklega vel.

Fundarstjóri var Þorsteinn Víglundsson, formaður IÐUNNAR