Fréttasafn



  • ana_logo

8. apr. 2011

Norðlenskt atvinnulíf kallar á atvinnu- og nýsköpun

Nokkrir atvinnurekendur á Norðurlandi hafa tekið sig saman og sett af stað verkefni um vinnuhelgi almennings sem snýr að atvinnu-og nýsköpun í landinu. Til liðs við frumherjana gengu Háskólinn á Akureyri og Tækifæri hf og mun því fyrsta Nýsköpunarhelgin líta dagsins ljós þann 15.-17. apríl nk. í Háskólanum á Akureyri, en áætlað er að þetta verði að árvissum viðburði.

Einstaklingar með hugmyndir um atvinnu- og nýsköpun býðst að koma saman til að skapa ný störf í samfélaginu, hvort heldur sem um er að ræða í starfandi fyrirtækjum eða í nýjum fyrirtækjum. Þáttaka er ókeypis og opin öllum eldri en 18 ára, hvaðan sem er af landinu, en skráning á helgina er á vefsíðunni www.ana.is.

Markmiðið er að fá fólk til að koma saman og vinna að nýjum eða gömlum hugmyndum sem gætu endað sem fyrirtaks viðskiptaáætlun og avinnuskapandi verkefni. Dagskráin byggist á fólkinu sem það er með í hóp, hugmyndinni og framgangi hennar. Stutt erindi eru flutt til fræðslu og hvatningar við vinnuna og er því um vinnustofu að ræða frekar en fyrirlestraröð.

Helgin opnar kl. 17:30 á föstudeginum en byrjar formlega kl. 18:00 og stendur til kl 23:00 um kvöldið. Á laugardaginn verður opið frá 9-22 og á sunnudaginn 10-18. Helgin endar síðan á því að valin er verðlaunahugmyndir og fá þær hugmyndir veglegan styrk að launum. Innovit hefur verið fengið til stýra verkefninu ásamt því að fjölmörg fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið til að gera helgina að veruleika.

ANA_Hopur