Fréttasafn



  • Borgartún 35

17. sep. 2011

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

Phillippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUOROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu) flutti í gær erindi á opnum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Þar ræddi hann um hagvaxtarhorfur í Evrópu, evruna, stöðu atvinnulífsins, og leiðir til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í álfunni og bæta lífskjör. Ræða Philippe de Buck hefur nú verið birt á vef SA en þar lagði hann meðal annars mikla áherslu á útflutningsdrifinn hagvöxt og sköpun nýrra starfa í einkageiranum ásamt því að ná aukinni hagkvæmni og sjálfbærni í rekstri hins opinbera.

Nánar verður fjallað um efni fundarins á vef SA en í umræðum að loknu erindi de Buck tóku þátt Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fundarstjóri var Vilhjálmur Egilsson.

Tengt efni:

Ræða Philippe de Buck á fundi SA og SI 16. September 2011 (PDF)

BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór.

Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.