Fréttasafn



  • meniga

27. sep. 2011

Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu bankalausnina

Meniga hlaut verðlaun fyrir bestu bankalausn ársins þegar „Banking IT-Innovation 2011“ verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti á Business Engineering Forum í Austurríki sl. fimmtudag.

Verðlaunin voru veitt fyrir þá tæknilausn sem þótti skara fram úr og skila viðskiptavinum banka- og fjármálafyrirtækja mestum ávinningi. Dr. Hansjörg Leichsenring frá Meniga og Bruno Richle, framkvæmdastjóri Crealogix sem er samstarfsfyrirtæki Meniga í Sviss, veittu verðlaununum viðtöku. 

Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki með starfsemi í Stokkhólmi og Reykjavík. Frá árinu 2008 hefur fyrirtækið þróað heimilisfjármálalausnir fyrir banka og fjármálafyrirtæki og er frumkvöðull á sviði heimilisfjármálalausna í Evrópu. Lausnir fyrirtækisins hafa verið innleiddar hjá fleiri evrópskum bönkum en nokkrar aðrar heimilisfjármálalausnir. Meniga lausnin hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur hjá notendum síðan hún fyrst í loftið á Íslandi árið 2009.