Fréttasafn



  • Dust-514

6. jún. 2012

DUST 514 valinn besti leikurinn á stærstu leikjaráðstefnu í heimi

Bandaríska leikjasíðan IGN hefur valið DUST 514, nýjasta tölvuleika CCP, einn besta leik E3 tölvuleikjaráðstefnunnar.

CCP er þessa dagana þátttakandi í stærstu leikjaráðstefnu í heimi, The Electronic Entertainment Expo, oftast kölluð E3, sem fer fram í Los Angeles. Ráðstefnuna sækir mikill fjöldi blaðamanna og starfsmanna í tölvuleikjaiðnaðinum, auk kaupenda og drefingaraðila á sviði tölvuleikja.

Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að kynna tvær nýjungar á ráðstefnunni, skotleikinn DUST 514 og nýjustu viðbótina við EVE Online, Inferno.

Leikjavefsíðan IGN, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, valdi DUST 514 sem einn af bestu leikjum ráðstefnunnar. Þannig raðar DUST 514 sér á stall með leikjum á borð við Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4.

Á ráðstefnunni valdi PlayStation Official Magazine einnig DUST 514 sem einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar.