Fréttasafn



  • Alice-Challenge

21. ágú. 2012

Íslensk stúlka vann bandaríska forritunarkeppni

Íslensk ellefu ára stúlka, Ólína Helga Sverrisdóttir, bar sigur úr býtum í sínum aldursflokki í bandarískri keppni, Alice Challenge, en í henni átti að forrita sögu sem hvetur ungt fólk til að gæta öryggis á netinu. Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á íslandi afhenti Ólínu Helgu verðlaunin í sendiráðinu. Keppnin er samstarfsverkefni bandarísku alríkislögreglunnar FBI og háskólans Carnegie Mellon. Keppendum var gert að nota forritunarunhverfið Alice en fyrirtækið Skema sem kennir ungu fólki tölvuleikjaforritun notar meðal annars það forrit við kennslu sína. Ólína Helga hannaði, forritaði og varpaði yfir í myndband hugmynd sinni að öruggri notkun leyniorða á netinu. Skema er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í menntun í takt við tækniþróun – með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir yngri kynslóðina í leikjaforritun og stuðlar að því að kennsla í forritun verði í boðin í grunnskólum landsins auk þess að rannsaka þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.