Fréttasafn



  • Matvælalandið Ísland

9. nóv. 2012

Fjöldi manns sótti ráðstefnu um Matvælalandið Ísland

Samtök iðnaðarins, ásamt fleiri samtökum, fyrirtækjum og stofnunum, stóðu fyrir ráðstefnu um Matvælalandið Ísland í vikunni. Þar var fjallað um þau fjölmörgu tækifæri sem liggja í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu og hvernig má auka verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir.
 
Mikill áhugi reyndist vera fyrir málefninu en yfir 150 manns sóttu ráðstefnuna.
 
Fluttir voru fyrirlestrar um sóknarfæri og vaxtarbrodda sem felast í matvælaframleiðslu á Íslandi og samstarfi framleiðenda á öllum stigum, ferðaþjónustu og stjórnvalda.
 
Í lokin voru pallborðsumræður sem Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók þátt í. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI stjórnaði ráðstefnunni.
 
Upptökur af öllum erindum og pallborðsumræðum eru aðgengilegar hér.