Fréttasafn



  • Viðhald fasteigna

21. nóv. 2012

Mat á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingareglugerðar kynnt á opnum fundi í dag

Samtök iðnaðarins, ásamt Mannvirkjastofnun og fleiri aðilum, hafa undanfarnar vikur staðið fyrir fundum víða um land fyrir hönnuði, tæknimenn, iðnaðarmenn og eftirlitsaðila um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans.
 

Meðal þess sem fjallað er um á fundi á Grand Hótel Reykjavík í dag er kostnaðaraukning sem fylgir nýjum mannvirkjalögum og byggingareglugerð en lögin og reglugerðin voru ekki kostnaðargreind áður en þau voru sett á þó kveðið sé á um það í lögum. Samtök iðnaðarins hafa ásamt Búseta látið óháðan aðila gera kostnaðargreiningu. Um talsverða aukningu er að ræða, en hvert prósentustig til hækkunar hefur gríðarleg áhrif á markaðinn sem er í lamasessi eftir hrunið. 

Gerð var grein fyrir niðurstöðunni á fundinum í dag og skýrsla lögð fram. Skýrsluna má nálgast HÉR  

Dagskrá fundar:

  • Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins
  • Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
  • Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélagsins
  • Magnús Sædal, formaður félags byggingafulltrúa
  • Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri er Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI

Að fundunum standa Samtök iðnaðarins, Mannvirkjastofnun, Arkitektafélag Íslands, Verkfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag byggingarfulltrúa.