Fréttasafn



  • Mannvirki

7. jan. 2013

Óskað eftir tilnefningum til Steinsteypuverðlaunanna 2013

Steinsteypufélag Íslands óskar eftir ábendingum um steinsteypt mannvirki verðugt þess að hljóta viðurkenningu fyrir frumlega og vandaða notkun á steinsteypu. Þetta er í þriðja sinn sem félagið veitir þessa viðurkenningu.  

 

Við valið verður haft að leiðarljósi að mannvirkið:

  • sýni steinsteypu á áberandi hátt
  • sé framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna og handverks
  • búi yfir frumleika og endurspegli þekkingu í meðferð og notkun steinsteypu
  • auðgi umhverfið, inniberi gæði, glæsileik og nytsemi og sýni augljósan metnað í samhengi við
  • umhverfi sitt
  • sé byggt á síðustu fimm árum og í notkun

 Viðurkenningin verður veitt mannvirkinu og þeim aðilum sem að því standa, svo sem verkkaupa, hönnuðum og framkvæmdaaðilum á Steinsteypudegi 17. febrúar nk.

Verkið verður valið af starfshópi sem í eiga sæti: Þorbjörg Hólmgeirsdóttir formaður Steinsteypufélag Íslands, Ólafur Wallevik Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Steinþór Kári Kárason Listaháskóli Íslands, Björn Marteinsson verkfræðingafélag Íslands, Jóhann Einarsson Arkitektafélag Íslands

Óskað er eftir því að ábendingar berist fyrir 24. janúar 2013.

Nánari upplýsingar eru á vef Steinsteypufélagsins