Fréttasafn



  • Jóhann Hauksson D vottun

18. feb. 2013

Jóhann Hauksson Trésmíði öðlast D – Vottun

Jóhann Hauksson Trésmíði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegn um stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Jóhann Hauksson Trésmíði er rótgróið fyrirtæki með mikla reynslu og stofnað árið 1976.

Fyrirtækið tekur m.a. að sér nýbyggingar, viðhald og breytingar fasteigna, t.d. sérsmíði, innréttingar, kerfisveggi, kerfisloft, skjólveggi, sólpalla, húsgagna og innréttingasmíði, byggingastjórnun o.fl.

Boðið er upp á heildarlausnir framkvæmda og séð um að útvega alla þá iðnaðarmenn sem þarf til verksins, hvort sem um er að ræða pípara, rafvirkja, múrara eða málara. Auk þess sjá starfsmenn fyrirtækisins um að óska tilboða hjá iðnaðarmönnum og annast öll samskipti við þá sem koma að verkinu.