Fréttasafn



  • meistarafelag-harsnyrta

18. mar. 2013

Meistarafélag í hárgreiðslu breytir nafni sínu í Meistarafélag hársnyrta

Á nýliðnum aðalfundi var ákveðið að breyta nafni Meistarafélagsins í hárgreiðslu í Meistarafélag hársnyrta. Með þessari breytingu er félagið aðgengilegra fyrir alla meistara sem starfa í þessu ágæta fagi og verður vonandi til þess að enn fleiri meistarar bætist í hópinn.

Mikil vinna hefur verið unninn til hagsbóta fyrir hársnyrtifagið og ber m.a. að nefna:

  • Breyting á iðnaðarlögunum sem er í farvatninu og hefur meistarafélagið staðið vörð um hagsmuni fagsins í því ferli og stendur enn.
  • Tekið hefur verið á svartri og ólöglegri atvinnustarfsemi hvort heldur sem er í heimahúsum eða á atvinnumarkaði. Þetta er “eilífðarverkefni” og óskar Meistarafélagið eftir aðstoð almennings við að uppræta slíka vinnu.

 Stjórn félagsins hvetur alla hársnyrtimeistara að taka þátt í störfum félagsins og skrá þáttöku sína á slóðinni: http://www.si.is/um-si/adild/umsokn/