Fréttasafn



  • Vatnatilskipun ESB

11. apr. 2013

Tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1995. Við val á verðlaunahafa 2013 verður lögð sérstök áhersla á nýsköpun við nýtingu náttúruauðlinda. Verðlaunin verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur þróað vöru, uppfinningu eða með öðrum hætti aukið skilvirka nýtingu auðlinda með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum mannsins á náttúruna. Öllum gefst kostur á að tilnefna til verðlaunanna til kl. 12 á hádegi 15. apríl nk.

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2013 nema 350.000 dönskum krónum. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin og þau afhent á Norðurlandaráðsþingi í Ósló þann 30. október 2013.

Nánari upplýsingar