Fréttasafn



  • Viðskiptahugmynd

10. jún. 2013

Frumkvöðlabraut í rekstri lítilla fyrirtækja

Í haust hefst kennsla  á nýrri námsbraut við Borgarholtsskóla sem nefnist Frumkvöðlabraut í verslun og þjónustu.

Námið fer að mestu fram í gegnum netið á þeim stað sem nemendum hentar. Það er ætlað þeim sem vilja ná tökum á rekstri lítilla fyrirtækja, stuðla að nýbreytni í rekstri lítilla fyrirtækja, stofna eigið fyrirtæki og á sama tíma safna einingum upp í stúdentspróf.

Námið byggist á hagnýtum verkefnum og nemendur mæta þrisvar í skóla á hverri önn, tvo daga í senn. Farið er yfir m.a. markvissa tölvunotkun, markaðssetningu, samskipti, ferli nýsköpunar, fjármál og rekstur. Frekari upplýsingar um námið veita Þórkatla Þórisdóttir (thorkatla@bhs.is) og Óttar Ólafsson (ottar@bhs.is). Hægt er að sækja um námið til 20. júní 2013.

Sjá nánar undir tilkynningum á www.bhs.is