Fréttasafn



12. sep. 2013

Nýr vettvangur fyrir smá fyrirtæki

Fimmtudaginn 10. október verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að stofnun vettvangsins þar sem smá fyrirtæki á Íslandi munu vinna saman óháð atvinnugreinum. Íslenskt atvinnulíf er byggt upp af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þau eru lykilþáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar, veita tugum þúsunda vinnu og eru mikilvæg uppspretta nýrra starfa og hugmynda.

Vettvangurinn mun starfa undir merkjum Litla Íslands en markmiðið er að bæta rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á Íslandi og að byggja upp kröftugra, betra og skemmtilegra samfélag.

Stofnfundurinn fer fram á Smáþingi fimmtudaginn 10. október á Hilton Reykjavík Nordica kl. 14-17. Takið því daginn frá - skráning hefst í næstu viku þegar dagskrá þingsins verður birt. Sjáumst!