Fréttasafn



20. mar. 2014

Breytingar í stjórn LABAK

Aðalfundur Landssambands bakarameistara, LABAK, var haldinn 15. mars síðastliðinn. Jóhannes Felixson ákvað að draga sig í hlé eftir að hafa setið í stjórn undanfarin 16 ár, þar af 7 sem formaður. Nýr formaður LABAK er Jón Albert Kristinsson, bakarameistari, Björnsbakaríi.

Jón Albert hefur langa reynslu af félagsstörfum, bæði fyrir LABAK og Samtök iðnaðarins. Jóhannes var kvaddur með virktum og honum þakkað langt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Tveir aðrir stjórnarmenn létu af störfum á aðalfundinum, Hjálmar E. Jónsson, Sveinsbakaríi og Vilhjálmur Þorláksson, Gæðabakstri/Ömmubakstri. Þeim voru einnig þökkuð vel unnin störf. Jón Heiðar Ríkharðsson, Okkar bakaríi og Sigurður M. Guðjónsson, Bernhöftsbakaríi, voru kosnir meðstjórnendur í þeirra stað. Aðrir í stjórn eru Sigurður Enoksson, Hérastubbi og Sigþór Sigurjónsson, Bakarameistaranum. Samtök iðnaðrins þakka fráfarandi stjórnarmönnum ánægjulegt samstarf á liðnum árum og óska nýrri stjórn velfarnaðar.