Fréttasafn



28. maí 2014

Helgi Már Halldórsson nýr formaður SAMARK

Aðalfundur Samtaka arkitektastofa, SAMARK, var haldinn í gær. Á fundinum var Helgi Már Halldórsson kjörinn nýr formaður samtakanna en hann tekur við af Ögmundi Skarphéðinssyni. Aðrir í stjórn voru kosnir Ásdís Helga Ágústsdóttir og Þráinn Hauksson. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kynnti Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI, helstu niðurstöður stefnumótunar SAMARK sem fór fram 30. apríl sl.

SAMARK gengu nýlega í Samtök iðnaðarins og  var fyrsti þátturinn í því ferli að fara í gegnum stefnumótun samtakanna og móta nýja framtíðarsýn. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum og ljóst af niðurstöðum stefnumótunnar að mörg brýn og spennandi verkefni bíða nýrrar stjórnar og samtakanna í heild sinni.